Almennt  

Gloeyverslun.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

Viðskiptareglur 

Sérpöntunum er ekki hægt að skila. 

Almennur ábyrgðartími vöru er tvö ár. 

Útsöluvöru er hvorki hægt að skila né skipta. 

Inneignarnóta gildir í tvö ár. 

Gjafabréf gildir í tvö ár. 

Vinsamlegast biðjið ekki starfsfólk okkar að brjóta þessar reglur. 

Skilmálar vefverslunar 

Skilmálar þessir gilda um vörukaup á vöru eða þjónustu á vefnum gloeyverslun.is 

Afhending vöru  

gloeyverslun.is gengur frá pöntun um leið og greiðsla hefur borist. Þegar greiðsla berst fær kaupandi senda staðfestingu þess efnis í tölvupósti. Afhendingartími er að jafnaði 8 – 12 vikur frá því að gengið hefur verið frá pöntun og að greiðsla hefur átt sér stað.  

Afhendingartími getur dregist sé varan ekki til hjá framleiðanda. 

Allar pantanir eru svo sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. gloeyverslun.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá gloeyverslun.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur  

gloeyverslun.is er ekki með endurgreiðslu eða skilarétt þar sem við erum bara með sérpantanir. Við tryggjum að allar upplýsingar um stærð vöru séu til staðar Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við [email protected] með spurningar. 

Verð 

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld 

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ef kaupandi er fyrirtæki gilda lög um þjónustukaup nr. 42/2000.